Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í tólftu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjakonur komust fljótlega þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik 13:10.
Eyjakonur voru með öll völd á vellinum í síðari hálfleik og voru komnar með sjö marka forystu þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. Haukar klóruðu aðeins í bakkann undir lok leiks en ÍBV vann að lokum öruggan þriggja marka sigur. Lokatölur leiksins 23:20. Eftir tólf umferðir er ÍBV á toppnum ásamt liði Vals með 20 stig. Haukar eru í fjórða sæti með 11 stig.
Sandra Erlingsdóttir átti enn einn stórleikinn í liði ÍBV og var markahæst í leiknum með 11 mörk. Amalia Frøland varði 21 skot í marki ÍBV.
Mörk ÍBV: Sandra Erlingsdóttir 11 mörk, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 1.
ÍBV mǽtir næst ÍR á útivelli, fimmtudaginn 15. Janúar kl. 18:00.
Heil umferð fór fram í Olís deild kvenna í dag og hér eru úrslit úr hinum leikjunum:
KA/Þór 23:21 ÍR
Stjarnan 34:28 Selfoss
Valur 19:30 Fram



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst