Það eru spennandi tímar framundan hjá Eyjalistanum. Á aðalfundi listans, sem haldinn var 7. janúar sl., voru stjórnarskipti og ný stjórn kjörin til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nýkjörinni stjórn.
Ný stjórn Eyjalistans er þannig skipuð: Arna Huld Sigurðardóttir, formaður, Anton Örn Björnsson, varaformaður, Ingveldur Theodórsdóttir, gjaldkeri, Hildur Rún Róbertsdóttir, ritari og Sigurður Þór Símonarson, meðstjórnandi.
Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnin sé full tilhlökkunar að hefja störf og vinna áfram af krafti með bæjarfulltrúum Eyjalistans, félagsfólki og nefndarfólki að áframhaldandi uppbyggingu og þróun í Vestmannaeyjum.
Eyjalistinn stefnir að því að bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram 16. maí næstkomandi. Í því sambandi er leitað að áhugasömum einstaklingum sem vilja leggja sitt af mörkum — hvort sem er með því að taka sæti á framboðslista eða taka þátt í starfinu með öðrum hætti.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótun stefnu Eyjalistans til næstu fjögurra ára eru hvattir til að hafa samband við stjórnina. Jafnframt eru ábendingar um drífandi einstaklinga sem gætu átt heima í öflugu teymi Eyjalistans vel þegnar.
Hafa má samband við stjórnina beint eða senda tölvupóst á hildurrrobertsdottir@gmail.com. Tryggjum áfram málsvara í bæjarstjórn fyrir fjölbreyttan hóp Eyjafólks, segir í tilkynningu stjórnarinnar.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst