Mikill áhugi á Eyjagöngum
Stjórn Eyjaganga kynnti stöðu verkefnisins, fyrirhugaðar jarðrannsóknir og næstu skref á fjölmennum fundi í Höllinni
Stjórnarmenn félagsins. Árni Sigfússon, Ívar Atlason, Haraldur Pálsson og Gylfi Sigfússon. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF
Tryggvi
Tryggvi Már
Sæmundsson

Opinn kynningarfundur Eyjaganga ehf. var haldinn í Höllinni í gærkvöldi og var fundurinn vel sóttur. Þar kynnti stjórn félagsins stöðu verkefnisins, fyrirhugaðar jarðrannsóknir og næstu skref. Fundinum lauk með fyrirspurnum úr sal og var ljóst af umræðunum að mikill áhugi er meðal Eyjamanna á verkefninu.

Staða verkefnisins og tímalína kynnt

Stjórn Eyjaganga ehf. fór yfir hvar verkefnið stendur í dag og sýndi tímalínu yfir fyrirhugaðar rannsóknir. Samkvæmt kynningunni er gert ráð fyrir að jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja verði um átján kílómetra löng. Gert er ráð fyrir að þau taki land við bæinn Kross í Landeyjum og nái niður á um 220 metra dýpi undir sjávarmáli, þar sem talið er að hægt sé að komast í fast berg.

Á Heimaey er áætlað að göngin komi upp undir Klifið og tengist gatnakerfi Vestmannaeyjabæjar rétt sunnan við Friðarhöfn. Fyrstu áfangar rannsóknanna felast í borun kjarnahola, annars vegar í Vestmannaeyjum og hins vegar í Landeyjum. Að þeim loknum taki við frekari rannsóknir og greiningar áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið.

Á Heimaey er áætlað að göngin komi upp undir Klifið og tengist gatnakerfi Vestmannaeyjabæjar rétt sunnan við Friðarhöfn.

Kostnaðarsamt en arðbært verkefni

Fram kom í kynningu stjórnarmanna að ljóst væri að framkvæmd af þessari stærðargráðu yrði kostnaðarsöm. Þrátt fyrir það telja þeir að arðsemi verkefnisins geti orðið ágæt til lengri tíma litið. Einnig kom fram að fjármögnun verkefnisins hafi gengið vel og að góður meðbyr hafi verið með verkefninu frá upphafi.

Fjölmenni og spurningar úr sal

Fjórir af fimm stjórnarmönnum Eyjaganga ehf. kynntu verkefnið á fundinum. Það voru bræðurnir Árni Sigfússon og Gylfi Sigfússon, auk Haraldar Pálssonar, framkvæmdastjóra félagsins og Ívars Atlasonar. Fimmti stjórnarmaðurinn, Ingunn Jónsdóttir, komst ekki til Eyja í tæka tíð vegna samgöngutruflana. Auk þeirra tók Íris Róbertsdóttir til máls á fundinum en Vestmannaeyjabær lagði 30 milljónir í félagið.

Fundinum lauk með fyrirspurnum úr sal og sköpuðust líflegar umræður. Ljóst var að verkefnið vekur bæði áhuga og spurningar meðal íbúa, og var fundurinn liður í því að upplýsa Eyjamenn um stöðu mála og halda áfram opnu samtali um næstu skref. Fleiri myndir frá fundinum má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.