Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Biðin er á enda: Norðurinngangur við spítalann hefur verið opnaður á ný. Ljósmyndir/aðsendar.

Aðsend grein

frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

hsu@hsu.is

Inngangur norðan megin við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum hefur verið opnaður á ný eftir lokun sem stóð yfir í nokkra mánuði vegna framkvæmda. Á þeim tíma var planið við innganginn malbikað og skipt um lagnir.

Inngangurinn norðan megin veitir aðgang að annarri og þriðju hæð sjúkrahússins. Á annarri hæð eru lyflækningar og dagdeild/göngudeild og á þriðju hæð er starfsemi sjúkraþjálfunar, heilbrigðisgagnafræðinga, ljósmæðra, sálfræðinga og annarra sérfræðinga.

Með þessum breytingum hefur verið lokað fyrir umferð í gegnum allt húsið, sem stuðlar að skýrari aðgreiningu þjónustu og markvissari stýringu á umferð innan sjúkrahússins. Kjallarinngangurinn sunnan megin við húsið er áfram eingöngu ætlaður heilsugæslu.

“Við viljum senda okkar bestu þakkir til nágranna spítalans, skjólstæðinga okkar og starfsfólks fyrir þolinmæði og skilning á meðan framkvæmdir stóðu yfir. Við erum spennt fyrir að geta boðið fólki sem á erindi á aðra eða þriðju hæð betra aðgengi á ný”, segir Jóna Björgvinsdóttir rekstarstjóri HSU í Vestmannaeyjum.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.