Á síðustu misserum hefur færst í vöxt að fólk stundi slökun, hugleiðslu og núvitund, sem og aðrar leiðir til að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan. Kristín Ósk Óskarsdóttir er ein þeirra sem leggur mikla áherslu á hugleiðslu og hefur vakið athygli fyrir gong slökunartíma sína, þar sem hún sameinar tónheilun, reikiheilun og djúpa slökun í notalegu og öruggu umhverfi. Við heyrðum í Kristínu og fengum að vita nánar hvað hún hefur upp á að bjóða.
Hver er þinn bakgrunnur í slökun, núvitund eða tónheilun?
Ég var búin að vera dálítið leitandi þar sem mér fannst eitthvað vanta í líf mitt. Ég byrja fyrst á reiki heilunarnámskeiðum sem mér fannst mjög áhugaverð, kenndu mér mikið og hef verið með einkatíma í því. Fór svo í tíma í tónheilun hjá frænku minni sem heillaði mig gríðarlega. Þetta varð til þess að ég skrái mig á tónheilunarnámskeið hjá Arnbjörgu norður á Akureyri. Þegar ég settist fyrir framan gongið og tek minn fyrsta slátt, þá bara BÚMM, þetta var það sem ég var að leita af.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, hvað er gong slökun og hvernig fer hún fram?
Venjulegast byrja ég með öndun, slökun og kyrjun. Fólk leggst svo útaf með teppi, kodda og augnhvílu. Ég byrja svo að spila á gongið ásamt því að ég notast við nokkur önnur “hljóðfæri”. Einnig hef ég stundum tekið smá reikiheilun. Heilt yfir dásamleg slökunarstund sem er akkúrat það sem fólk þarf á að halda í hraðanum í þjóðfélaginu.
Hvaða áhrif myndir þú segja að hljóð gonganna hafi á líkama og sál?
Það er alveg ótrúlega mikil og merkileg saga á bakvið gongið. Hljóð gongsins skapar djúpa slökun, hreinsar hugann og undirmeðvitundina. Einnig hefur víbringurinn jákvæð áhrif á starfsemi innkirtlakerfisins. Hljóðbylgjurnar gera þér kleift að brjótast út úr gömlum mynstrum, endurstilla þig og skapa jafnvægi á nýjan leik eftir streitutímabil, áfall, óvænt álag eða slys. Hljóðið fer framhjá huganum og fer beint í rót vandamálsins.
Finnurðu fyrir auknum áhuga á slökun og núvitund í nútímasamfélagi?
Já heldur betur! Ég er gríðarlega þakklát fyrir þessar frábæru móttökur sem ég hef fengið. Þetta er dálítið öðruvísi en gríðarlega áhrifaríkt form af slökun. Ásamt því þegar kemur að reiki heiluninni, þar er ég að vinna með að koma jafnvægi á orkustöðvarnar og þessi djúpa og endurnærandi slökun.
Hvernig hefur þetta slökunarform haft áhrif á þig persónulega?
Þetta hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á líf mitt! Mér finnst ég rólegri inni í mér og jafnvel þótt ég sé ekki liggjandi sjálf þá svíf ég út eftir hvert skipti. Þetta á bæði við um reiki heilunina og tónheilunina. Eitt dæmi (þótt ég vilji taka það skýrt fram að ég er alls ekki á móti þunglyndislyfjum, hef þurft að nota þau markvisst sjálf í lengri tíma), en ég er í fyrsta skipti í mörg ár ekki á þunglyndislyfjum í janúar. Mér finnst það segja ótrúlega mikið.
Munt þú bjóða upp á fleiri tíma á næstunni?
Miðað við viðtökurnar, klárt mál! Mér finnst eins og þetta sé að spyrjast extra mikið út núna og er að fá mikið nýtt fólk til mín. Svo er jú dásamlegt að fá einstaklingana mína sem eru nánast komnir í ,,áskrift”! Það sem mér hefur svo fundist skemmtilegast er samvinnan. Ég hef unnið með Önnu Ólafs, Eygló Egils og á dagskrá núna í lok janúar að henda í tíma með Önnu Huldu. Mæli með að finna grúbbuna Óskastund með Kristínu Ósk á Facebook ef fólk vill vita meira og fylgjast með tímum og meðferðum sem eru í boði.

Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.