Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Unnið er að nýjum útboðsgögnum um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar eftir að fyrra ferli var stöðvað og samningsgerð felld niður
ithrottam
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur farið yfir drög að útboðsauglýsingu og valforsendum vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Í kjölfarið var samþykkt að klára vinnu við útboðsgögn og auglýsa verkefnið á ný.

Úrskurður kærunefndar útboðsmála

Þann 17. desember sl. kvað kærunefnd útboðsmála upp úrskurð í kærumáli sem varð til í kjölfar útboðs Vestmannaeyjabæjar vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við íþróttamiðstöðina.

Í júlí 2025 hafði bæjarráð þegar ákveðið að falla frá samningsgerð við World Class og þar með var útboðið, sem auglýst var í mars sama ár, ekki lengur í gildi. Sú ákvörðun var tekin í samráði við World Class og bæði kærunefndinni og kærendum tilkynnt um hana. Samkvæmt fundargerð bæjarráðs hefur úrskurður kærunefndarinnar því engin lagaleg áhrif gagnvart Vestmannaeyjabæ, þar sem útboðsferlinu hafði þegar verið hætt áður en endanleg niðurstaða lá fyrir.

Sjá einnig: Kærunefnd hafnar endurupptökukröfu – Eyjafréttir

Möguleg bótaskylda og málskostnaður

Í úrskurðinum kemur fram að möguleg bótaskylda byggist á 119. grein laga um opinber innkaup og takmarkast við kostnað sem fellur til við undirbúning tilboðs og þátttöku í útboði, en nær ekki til efndabóta. Málskostnaður féll til þar sem World Class og kærendur vildu ekki falla frá málinu þrátt fyrir að útboðsferlinu hefði verið hætt. Vestmannaeyjabær er nú í viðræðum við World Class um að bera þann kostnað.

Niðurstaða bæjarráðs er að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ljúka vinnu við útboðsgögn í samræmi við umræður á fundinum og auglýsa útboðið í framhaldinu.

Þessu tengt: Heilsuræktarútboð í vinnslu – Eyjafréttir

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.