Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Breki VE á leið á miðin. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Breki VE 61, togari Vinnslustöðvarinnar, landaði í Grundarfirði síðastliðinn mánudag. Aflinn var 550 kör, sem telst fullfermi, eftir sex daga veiðiferð. Breki var á Vestfjarðamiðum í blönduðum afla; þorski, gullkarfa, ýsu og ufsa, auk annarra tegunda. Aflinn fór í ýmsar áttir. Til Vestmannaeyja og Hafnarfjarðar í vinnslu, á ferskfiskmarkaði í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, auk þess sem hluti hans er seldur á fiskmarkaði innanlands.

Breki kom inn til löndunar klukkan 08:00 að morgni og hélt aftur til veiða eftir hádegi sama dag. Fiskurinn var kominn til vinnslu morguninn eftir og í skip á leið á ferskfiskmarkaði að kvöldi löndunardags.

Það þarf allt að ganga upp þegar jafn umfangsmikið verkefni og þessi löndun er framkvæmd á svo skömmum tíma. Allir þurfa að kunna vel til verka og vera á tánum. Ekkert vantaði upp á það hjá Fiskmarkaði Íslands og Djúpakletti, sem sáu um löndun, afgreiðslu skipsins og markaðssölu, né heldur hjá Ragnari og Ásgeiri, sem sáu um að koma fiskinum á áfangastaði.

Á facebooksíðu Vinnslustðvarinnar er birt myndband sem Leifur Harðarson tók upp og klippti saman af lönduninni og flutningunum frá Grundarfirði. Hér má sjá myndbandið.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.