Andri Erlingsson til Kristianstad
Andri Erlingsson í leik með ÍBV fyrr í vetur. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson.

Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV í handbolta, hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Kristianstad. ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélagsmiðlum sínum.

Andri sem er 19 ára gamall hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV ásamt því að leika með u-19 ára landsliði Íslands. Hann mun halda til Kristianstad þegar yfirstandandi tímabili lýkur.

Í tilkynningu ÍBV segir: ,,Okkar maður, Andri Erlingsson, gengur til liðs við sænska úrvaldsdeildarfélagið IFK Kristianstad eftir tímabilið. Andri hefur þrátt fyrir ungan aldur, sannað sig sem einn öflugasti leikstjórnandi Olís deildarinnar. Það ætti því ekki að koma á óvart að erlend lið hafi sýnt honum áhuga. Andri fetar því í fótspor systkina sinna, Söndru og Elmars, og heldur út í atvinnumennsku.

IFK Kristianstad er í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.