Eyjarnar landa fyrir austan
Eyjarnar 20250826 081915
Landað úr Vestmannaey VE. Á bakvið hana er Bergey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir GK hefur landað í tvígang á Grundarfirði síðustu dagana og Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergey VE eru að landa í Neskaupstað í dag eftir stuttan túr, að því er segir í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag.

Þer er rætt við Einar Ólaf Ágústsson skipstjóra á Jóhönnu Gísladóttur og spurði um aflabrögð og hvar veitt hefði verið. „Við lönduðum um 35 tonnum sl. fimmtudag. Það var langmest karfi sem fékkst í Kolluálnum. Haldið var út að löndun lokinni og við lönduðum á ný í Grundarfirði á þriðjudaginn. Þá var um fullfermi að ræða og var aflinn mest þorskur. Í þessum seinni túr byrjuðum við veiðarnar á Kögurgrunni og síðan var haldið í Þverál, á Nýjagrunn og í Víkurálinn. Túrinn var loks kláraður út af Látrabjargi,” sagði Einar Ólafur.

Jóhanna Gísladóttir hélt til veiða á ný að lokinni löndun á þriðjudaginn. Veiðar voru hafnar út af Látrabjargi en síðan var haldið í Kolluálinn.

Vestmannaey og Bergey landa í Neskaupstað í dag eftir að hafa verið einungis um tvo sólarhringa að veiðum. Afli hvors skips er um 40 tonn. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergey, sagði að aflinn í túrnum hefði að mestu verið þorskur og ýsa en dálítið af karfa og ufsa hefði fylgt með. „Við byrjuðum í Hvalbakshallinu en síðan var haldið í Litladýpið í leit að ýsu. Aftur var farið í Hvalbakshallið og síðan var túrinn kláraður á Gerpisflaki,” sagði Ragnar.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að veiðin hefði verið þokkaleg í þá rúmu tvo sórhringa sem verið var á miðunum. „Við lögðum áherslu á að veiða ýsu í túrnum og veiddum á Tangaflakinu og Gerpisflakinu. Ýsan gefur sig heldur illa á nóttunni en engu að síður gekk þetta þokkalega,” sagði Birgir Þór.

Bergey og Vestmannaey munu væntanlega halda til veiða á ný í kvöld eða nótt.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.