Flugeldabingó á sunnudag kl. 16:00

Hið margrómaða flugeldabingó handknattleiksdeildar ÍBV íþróttafélags verður haldið sunnudaginn 29.desember kl.16:00 í Höllinni en bingóið er haldið í samstarfi við Höllina.

Eins og venjulega verða glæsilegir vinningar í boði og gríðarlega góð stemning.

Bingóstjóri í ár verður Grétar Þór Eyþórsson og verður hann með gott fólk sér til halds og trausts.

Við hvetjum alla til þess að mæta, eiga skemmtilegan eftirmiðdag saman og styrkja í leiðinni íþróttastarfið á eyjunni okkar fögru.

Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!

Hátíðarkveðjur,
Handknattleiksráð ÍBV íþróttafélags

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.