Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Elliði Snær Viðarsson átti frábæran leik gegn Slóveníu. Mynd/HSÍ

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson átti frábæran leik þegar íslenska landsliðið tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í handbolta með 39-31 sigri á Slóveníu í dag. Þetta var lokaleikur Íslands í milliriðli tvö sem fram fór í Malmö í Svíþjóð.

Elliði Snær átti stórleik og skoraði átta mörk í níu skotum og var í leikslok valinn maður leiksins.

Andstæðingur Íslands í undanúrslitum er enn óljós en ljóst er að Ísland mun spila um verðlaun á Evrópumótinu. Ísland endar í öðru sæti í milliriðli tvö með sjö stig en Króatar eru efstir með átta stig eftir sigur á Ungverjum. Ísland mætir því annað hvort Danmörku eða Þýskalandi úr milliriðli eitt en það kemur í ljós í kvöld eftir leik Danmerkur og Noregs.

Undanúrslitaleikirnir fara fram föstudaginn 30. janúar kl. 16:45 og 19:30, í Herning í Danmörku.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.