Aukum loðnuveiðar
_DSC0145
Á loðnumiðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson
Aukum loðnuveiðar

Aðsend grein

Sigurjón Þórðarson

Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afrakstur núverandi ráðgjafar í loðnu hefur verið afar rýr en  í svari við fyrirspurn minni á þingi í vetur segir orðrétt: “.. meðalloðnuafli á árabilinu 1985–2015 var um 765 þúsund tonn en árin 2016–2025 var hann 191 þúsund tonn.”

Það að aflinn sé nú að jafnaði um fjórðungur af því sem hann áður var ætti að verða til gagngerrar endurskoðunar í stað þess að halda áfram eins og hlutirnir séu bar í mjög góðu lagi.

Það er mikið látið með mælingarnar og ráðgjöfina eins og þar birtist einhver heilög lögmál sem óþarft er að fara yfir með gagnrýnum hætti. Engu að síður þá liggur það fyrir að sömu sérfræðingar sem eru að vinna að loðnuráðgjöfinni, endurreiknuðu makrílstofninn áratugi aftur í tímann liðlega 400% stærri en hann var mældur viðkomandi ár. Einnig er rétt í þessu samhengi að þorskstofninn hefur verið endurmetinn nokkur ár aftur tímann, svo munar mörghundruð þúsundum tonna frá því sem stofnmælingar eða togara-rall sagði til um.

Verum ekki meðvirk og horfumst í augu við gögnin

197 þúsund tonna loðnuvertíð þar sem Íslendingar fá í sinn hlut 150 þúsund tonn er ekki góð vertíð hvernig sem á málið er litið og ef sagan er skoðuð þá er há nýliðunarvísitala ekki ávísun á mikla veiði á næsta ári sjá mynd að neðan.

Í sjálfu sér er það ekkert nýtt að spár um stærð loðnuvertíðar út frá magni ungloðnu bregðist en Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur greindi skilmerkilega frá því árið 1991 að það væri ekki við öðru að búast þar sem loðnan væri mikilvæg fæða fyrir aðra fiska.  Í framhaldi af þessum orðum Hjálmars þá er væntanlega besta leiðin til þess að tryggja næstu vertíð að bæta strax í veiðar á botnfiski.

Það er augljóst að veiðistjórn  sem horfir nánast  eingöngu á að veiðar sem eina ráðandi þáttinn hvað varðar afdrif fiskistofna er ekki að gera sig og aflatölur sýna afleiðinguna þ.e. samdrátt í nær öllum nytjategundum á Íslandsmiðum.

Túlkun mælinga

Flest bendir til þess að óvissan í stofnmati loðnu sé nær alfarið niður á við, en ef það er látið liggja á milli hluta þá er greinilega mikil óvissa í mælingum.  Stofninn var metinn annars vegar í haust upp á 418 þús tonn þar sem staðalfrávik var sagt vera 0,2 en engu að síður þá sýnir ný mæling að stofninn sé 70% stærri eða 710 þúsund tonn.  Það gefur augaleið að haustmælingin hefur misfarist og því stórundarlegt að taka tillit til hennar við útgáfu á ráðlögðum afla að einum þriðja á móti nýju mælingunni sem gerð var í janúar sem gaf miklu hærri niðurstöðu.

Ef alfarið er litið til nýrra og áreiðanlegra mælinga á stofninum, þá yrði ráðgjöfin væntanlega upp á 300 þúsund tonna loðnuafla og það myndi muna um minna fyrir sjómenn, hafnarsjóði og þjóðarbúið.

Hvers vegna byggir veiðiráðgjöfin að hluta til á gögnum sem augljóslega eru röng í stað þess að styðjast alfarið við ný og áreiðanlegri  gögn?

 

Sigurjón Þórðarson

Höfundur er formaður fjárlaganefndar.

Nýjustu fréttir

Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.