Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Mikill áhugi á gömlum Eyjamyndum — ný sýning á laugardag
Aðsend mynd.

Á morgun verður haldið áfram með sýningarröðina Vestmannaeyjar í gegnum linsu liðins tíma þar sem sýndar eru lifandi myndir frá Vestmannaeyjum, að mestu teknar á árunum 1950–1970. Myndefnið er afar fjölbreytt, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Að þessu sinni má meðal annars sjá efni frá Þjóðhátíð, úr leikskólum, af listsýningum, frá bryggjulífi, skátastarfi og fleiru.

Vegna mikillar aðsóknar á fyrri sýningar hefur verið bætt við sjónvörpum og eru þau nú orðin þrjú, sem auðveldar gestum að fylgjast með á skjánum.

Kvikmyndirnar eru teknar af Lofti Guðmundssyni, Sveini Ársælssyni, Friðriki Jesson, Guðjóni Ólafssyni, Ósvaldi Knudsen og fleirum. Sem fyrr mun Arnar Sigurmundsson fjalla nánar um myndefnið og leiða umræður.

Sýningin og yfirferðin fara fram á morgun laugardag kl. 11 í Sagnheimum og lýkur um kl. 12, segir í tilkynningunni. Hér að neðan má sjá klippu með sýnishorni af því sem sýnt verður á morgun.

Nýjustu fréttir

Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.