Við áramót er jafnan siður að líta til baka yfir farinn veg og árið sem nú er að líða undir lok.
Í dag ætlum við því að rifja upp mest lesnu fréttir ársins hér á Eyjafrettir.is
Fimmta mest lesna fréttin er um opnun gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.
Gestastofan opnaði þann 6. apríl og er hluti af fyrsta griðarstað fyrir mjaldra í heiminum. Koma mjaldrasystranna var svo áætluð 16. apríl en ekkert varð úr komu þeirra þá. Voru nokkrir hlutir sem spiluðu þar inní t.a.m. seinkun á komu nýs Herjólfs og opnun Landeyjahafnar.
Það var ekki fyrr en 20. júní sem systurnar Litla hvít og Litla grá komu til Eyja. Áætlað er að þær flytji svo í Klettsvík vorið 2020.
https://eyjafrettir.is/2019/04/05/gestastofa-sea-life-trust-opnar-a-morgun/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst