Ákveðið hefur verið að mjaldrarsysturnar Litla Hvít og Litla Grá flytjist ekki út í Klettsvík fyrr en næsta vor. „Eins og alltaf þá er heilsa og vellíðan systranna alltaf höfð í fyrirrúmi. Miðað við gang mála og breytt tíðarfar hefur verið ákveðið að Litla Hvít og Litla Grá flytjist út í Klettsvík vorið 2020,“ segir í tilkynningu frá Sea Life Trust – griðarstað mjaldra. „Þótt vonir stæðu um að hægt væri að flytja þær í víkina fyrr hefur undirbúningur systranna undir lífið Klettsvík gengið hægar en gert var ráð fyrir.“

Upphaflega stóð til að flytja mjaldrana til Íslands frá Kína í apríl en vegna veðurfars frestaðist það fram í júní. „Þessi töf gaf okkur styttri „hagstætt veður glugga” sem áætlað var að nota til að aðlaga Litlu Hvít og Litlu Grá aðstæðum í nýjum heimkynnum þeirra í Klettsvík,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að þessi stutta frestun gefi systrunum tækifæri til að aðlagast því náttúrulega umhverfi sem þeirra bíði á þeirra eigin hraða og tryggi að þær verði tilbúnar fyrir nýju heimkynnin. „Við viljum nota tækifærið og þakka öllum stuðningin, skilningin og ekki síst hvatninguna á þessu fyrsta verkefni af sínum toga á heimsvísu.“