Flutningur stendur nú yfir á mjöldrunum Litlu-Grá og Litlu-Hvít á nýjar heimaslóðir sínar í  Klettsvík. Þegar þetta er ritað en annar hvalurinn kominn út í víkina og gekk allt að óskum en flutningur stendur yfir á þeim seinni. Ef allt gengur eins vonast er til er um varanlegan flutning að ræða.

Griðarstaðurinn í Klettsvík sem er sá fyrsti sinnar tegundar var byggður fyrir rausnarlegt framlag Merlin Entertainments.SEA LIFE TRUST Griðarstaður mjaldra er eitt stærsta verkefnið á heimsvísu þegar kemur að  umönnun og vernd fangaðra hvala og höfrunga og það fyrsta sinnar tegundar stofnað sérstaklega í þeim tilgangi. Verkefnið er unnið í samvinnu við alþjóðlegu verndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation (WDC)