Frá og með helginni er opið alla daga vikunnar frá 13-16 í Sealife Trust. Þá hefst einnig páskaratleikur sem allir krakkar eru velkomnir að taka þátt í.
Börnin fá blað og blýant í afgreiðslunni og eiga að leita að 12 eggjum sem eru falin víðsvegar um staðinn. Þau geta verið alls konar á litinn og hvar sem er.
Þegar eggin eru fundin, er dýranafnið sem er við eggið skrifað á blaðið og felst leikurinn í því að finna allar dýrategundirnar. Sleikjó og fleira bíður þeirra sem ná að klára leikinn.