Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít voru fluttar aftur í sérútbúna umönnunarlaug sína að landi, frá sjókvínni í Klettsvík, í lok maí vegna lítillar matarlystar Litlu-Grá. Þegar komið var í land kom í ljós að um magasár væri að ræða sem hafði ollið minnkandi matarlyst og hegðunarbreytingum.

Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu Sea Life Trust segir að mjöldrunum líði vel. Litla-Grá er ennþá að fá meðferð og sögð bregðast vel við henni.

„Við hlökkum til að deila niðurstöðum með ykkur öllum. Í millitíðinni fylgist umönnunarteymið náið með báðum hvölunum og er velferð þeirra í algjörum forgangi hjá okkur.”