Daði Magnússon hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins Smartmedia sem forritari.
Daði mun koma inn í þróunarteymið og styðja við þann vöxt sem átt hefur sér stað hjá Smartmedia og viðskiptavinum okkar.
Daði lauk BSc námi við Háskólann í Reykjavík í Tölvunarfræði og hefur frá þeim tíma meðal annars starfað hjá Umferðarstofu og Arctic Adventures, ásamt því að hafa stofnað fyrirtækið Hey Digital sem sérhæfði sig í markaðssetningu á netinu. Hey Digital rann inn í stafrænu auglýsingastofuna Sahara árið 2018. Daði er kunnugur fyrirtækinu en hann starfaði hjá Smartmedia á árunum 2012-2016 og þekkir því vel til fyrirtækisins.
Daði segir að hann sé “Ánægður að vera kominn aftur til Smartmedia og spenntur á að takast á við spennandi og krefjandi verkefni. Ég er ánægður með þær áherslubreytingar hjá Smartmedia að setja fókus á vefverslanir og tel ég möguleikana mikla á því sviði að koma með lausnir sem muni nýtast viðskiptavinum vel.”
“Það er gott að fá Daða inn inn í forritunarteymið til að styðja við þann vöxt sem hefur átt sér stað hjá Smartmedia og viðskiptavinum okkar. Daði starfaði hjá Smartmedia fyrir nokkrum árum og þekkir því vel inná kerfin okkar ásamt því að hafa í millitíðinni aflað sér fjölbreytta reynslu á sviði markaðsetningar á netinu sem á eftir að nýtast okkur vel. Framundan eru margvísleg verkefni og frábært að fá Daða til starfa hjá okkur” segir Hjörvar Hermannsson, framkvæmdastjóri Smartmedia.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.