Svart­fugl­inn sett­ist upp í Ystakletti í Eyj­um í gær

Svart­fugl­inn sett­ist upp í Ystakletti í Vest­manna­eyj­um í gær. Það hef­ur ekki gerst jafn snemma árs­ins í meira en 100 ár.

Sig­ur­geir Jónas­son ljós­mynd­ari hef­ur fylgst með komu­tíma svart­fugls­ins í yfir 70 ár og faðir hans, Jón­as Sig­urðsson frá Skuld, gerði það einnig ára­tug­um sam­an. Þeir hafa því skráð komu­tíma svart­fugls­ins í meira en 100 ár.

„Það fyrsta sem pabbi skráði hjá sér um að svart­fugl sett­ist upp var 4. fe­brú­ar. Mér þótti það alltaf óeðli­lega fljótt og langaði að slá metið hans! Það fyrsta sem ég á skráð hjá mér um komu­tíma svart­fugls­ins er 7. fe­brú­ar. Það að hann setj­ist upp 29. janú­ar er al­veg viku fyrr en áður hef­ur þekkst í okk­ar skrán­ing­um,“ seg­ir Sig­ur­geir í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann sagði að glögg­ur maður sem var með Herjólfi í gær hefði haft sam­band og sagt tíðind­in. Sig­ur­geir fór svo og skoðaði bergið. Svart­fugl­inn sat þá uppi í tveim­ur nokkuð stór­um bæl­um sunn­an í Ystakletti rétt vest­an við Kletts­nef.

Mbl.is greindi frá

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.