Hvetja Alþingismenn til að girða sig í brók
Lj—smynd: Bragi Þ—r J—sefsson S: 898-7290 www.bragi.is
Eyverjar hvetja Alþingismenn til að hætta að mæta bara í kaffi og halda tilgangslausa fundi og fara að girða sig í brók. Vestmannaeyjar eru stór hluti af Suðurkjördæmi og reiknum við því með að okkar atkvæði muni skipta máli í komandi alþingiskosningum. Núna er því fullkominn tími til að láta verkin tala. Okkar helsta áskorun til ykkar er að fá sjúkraþyrlu staðsetta í Vestmannaeyjum. Við erum eyja og sérstaða okkar því mikil. Hér eru oft vond veður og þegar mannslíf eru í húfi skiptir hver mínúta máli. Við finnum fyrir því að ungt fólk sem langar að flytja hingað setur það fyrir sig að hér hefur verið skorið mikið niður í heilbrigðisþjónustu og að biðtími eftir sjúkraflugi sé óásættanlegur. Óléttar konur finna fyrir óöryggi ef að eitthvað kemur upp á sem og langveikir og aldraðir sem treysta sér ekki í ferðalög til að sækja sérfræðiþjónustu. Við skorum því á ykkur að gera þetta að forgangsmáli og nýta orkuna í annað en kaffispjall og Facebook statusa.
Stjórn Eyverja

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.