Í gærkvöldi tilkynnti landhelgisgæslan lögreglu að von væri á fiskiskipi til Vestmannaeyja þar sem væru talsverð veikindi um borð. 17 menn af 26 höfðu verið veikir og þrír mikið veikir. Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi og fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð þegar skipið hafði lagst að bryggju um ellefuleytið en forgangsmál var að sinna sjúklingunum.
Fjórum komið fyrir í sóttvarnarhúsi aðrir í biðkví
Tekin voru sýni vegna COVID-19 úr 7 skipverjum og 4 skipverjar voru teknir í land og var komið fyrir í farsóttarhúsi vegna veikinda þeirra. Aðrir skipverjar eru um borð í skipinu í svokallaðri biðkví á meðan málið er til rannsóknar og fer enginn frá borði fyrr en niðurstaða liggur fyrir.
Ekki staðfest kórónaveira
Ekki hefur verið staðfest að veikindin stafi af smiti vegna kórónaveirunnar heldur er um varúðarráðstöfun að ræða vegna útbreiðslu hennar. Þegar niðurstaða vegna rannsóknar sýnanna liggur fyrir verða frekari ákvarðanir teknar. Skipverjarnir hafa greiðan aðgang að læknum heilsugæslunnar og er vel sinnt.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.