Útimessur í sumar og fermingar í ágúst?
7. maí, 2020
Sr. Guðmundur Örn Jónsson

Daglegt líf barna er þessa dagana smá saman að detta í nokkuð eðlilegt horf. Fullur skóladagur og íþróttaæfingar hafnar að nýju. Barnastarf Landakirkju fer hins vegar ekki af stað aftur nú í vor, enda hefði því lokið formlega með vorhátíð 26. apríl síðastliðinn. „Okkur þykir eiginlega ekki passa að setja af stað einhverja viðburði þar sem við værum að hvetja til þess að margir kæmu saman, enda er það, jú, venjan á Vorhátíðinni að hverju barni fylgi a.m.k. einn fullorðinn ef ekki tveir og þar með værum við búnir að sprengja 50 manna múrinn og brjóta tveggja metra regluna,“ sagði sr. Guðmundur Örn Jónsson í samtali við Eyjafréttir.

Áfram takmarkanir við útfarir
Tilslökun samkomubanns í 50 manns hefur lítil sem engin áhrif á starf kirkjunnar. „Útfarir munu fara fram með þessum takmörkunum og eins og er þá reiknum við með að þær verði með sama eða svipuðum hætti og verið hefur, þ.e. að um allra nánustu fjölskyldu verði að ræða sem eru viðstödd útför, en streymt verður frá útförum eins og verið hefur,“ sagði Guðmundur.

Útimessur í sumar
„Enn sem komið er þá megum við ekki hafa almennar messur og ég veit að prestar eru að setjast yfir það hvernig formið yrði á því þegar við megum fara að messa.  50 manna hámark og tveggja metra reglan sníða okkur svolítið þröngan stakk í þeim efnum og auðvitað getur verið svolíitið erfitt að stefna fólki saman í lítil rými, eins og forkirkjan t.d. er, en þar safnast fólk jú oft saman við upphaf messu.  Ég sé það svolítið fyrir mér að fyrst um sinn verði um helgihald utandyra að ræða með einhverjum hætti, en við sr. Viðar eigum eftir að leggjst frekar yfir þessi mál ásamt öðrum prestum landsins.“

Fermingar í ágúst/september
Varðandi fermingar, sem með áttu með réttu að fara fram í byrjun apríl, sagði Guðmundur þær áætlaðar seinni hluta ágústmánaðar og fyrri hluta september. „Enn eigum við eftir að sjá hvernig þróunin verður með fjöldann, en það er ljóst að það verður fámennt í kirkjunni ef tveggja metra reglan verður enn við líði.
Enn eigum við prestar eftir að fá einhver tilmæli varðandi skírnir, en það er jú nokkuð ljóst að varðandi þær getur verið erfitt að viðhalda tveggja metra reglunni, nema með einhverjum stórkostlegum tilfæringum og framlengingu handleggja allra aðila sem þar koma að.“
Guðmundur sagði mikilvægt að kirkjan vandi sig við að fylgja tilsettum reglum. „Það er, jú, horft til hennar í ýmsum málum og kannski ekki síst ef menn misstíga sig innan kirkjunnar. Þess vegna held ég að fólk fari almennt varlega til þess að láta ekki „nappa“ sig varðandi þær reglur og þau tilmæli sem gefin hafa verið út.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst