Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar sem greint var frá á Radarnum í byrjun júní. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi SFS. Þetta er tæplega 16% samdráttur í krónum talið miðað við útflutningsverðmæti sjávarafurða í maí í fyrra. Samdrátturinn er ívið meiri í erlendri mynt, eða rúm 25%, þar sem gengi krónunnar var um 12% veikara nú í maí en í sama mánuði í fyrra. Þetta má sjá í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í vikunni.
Ágæti áskrifandi

Uppsjávarfiskur óvenju fyrirferðamikill í fyrra
Líkt og fram kom í fréttabréfi í júní, þá var óvenjumikill útflutningur á uppsjávarafurðum í maí í fyrra miðað við árstíma, eins og sjá má á myndinni hér á undan. Er hér aðallega um útflutning á makríl að ræða, en hann er að mestu veiddur síðla sumars og fram á haust og kann því að vera að töf hafi verið á afhendingu gagna og hann færður til bókar með útflutningi í maí. Eins var verðmæti loðnubirgða mun meira í maí í fyrra en í ár, sem aftur má eflaust skýra með töf á gögnum, enda hefur loðnubrestur verið tvö ár í röð. Sé útflutningsverðmæti uppsjávarafurða tekið út fyrir sviga, mælist samdrátturinn í útflutningsverðmæti sjávarafurða ívið minni á milli ára í maí, eða 4% í krónum talið en 15% í erlendri mynt.
Þessi framvinda sést einnig á myndinni hér fyrir neðan sem sýnir útflutningsverðmæti afurða eftir vinnslu. Þar má sjá að útflutningur á frystum afurðum var verulegur í maí í fyrra. Myndin virðist einnig benda til þess að nokkur aukning hafi verið í útflutningsverðmæti ferskra afurða á milli ára í maí, sem er vitaskuld rétt sé tekið mið af verðmætum þeirra í krónum talið. Á þann kvarða var tæplega 4% aukning, en sú aukning skrifast á gengi krónunnar enda var rúmlega 8% samdráttur sé tekið mið af útflutningsverðmætum í erlendri mynt.

Verulegur samdráttur í útfluttu magni
Sé tekið mið af fyrstu fimm fyrstu mánuðum ársins hefur útflutningsverðmæti sjávarafurða dregist saman um tæp 7% í krónum talið miðað við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt má einkum rekja til tæplega 18% samdráttar í útfluttu magni. Það sem vegur upp á móti þessum mikla samdrætti í magni er hærra afurðaverð og 8% lækkun á gengi krónunnar, sem styður við afkomu greinarinnar í krónum talið. Hvað afurðaverð varðar, þá fékkst að jafnaði tæplega 5% hærra verð fyrir útfluttar afurðir, mælt í erlendri mynt, á fyrstu fimm mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Þá hækkun má rekja til verðhækkana í upphafi árs, en viðsnúningur varð á afurðaverði í kjölfar COVID-19 með tilheyrandi lækkunum á mörkuðum, eins og áður hefur verið fjallað nokkuð um (sjá til dæmis hér).
Þetta rímar ágætlega við nýlegar spár, eins og Seðlabankans og Hagstofu Íslands, sem gera ráð fyrir verulegum samdrætti í ár og í raun þeim mesta sem orðið hefur í útflutningi á sjávarafurðum frá því snemma á níunda áratug síðustu aldar. Verður áhugavert að fylgjast með framvindu mála á næstu mánuðum og hvort að þær spár gangi eftir, en skjótt geta veður skipast í lofti. Næstu tölur um útflutning á sjávarafurðum eru væntanlegar á mánudaginn og eru það fyrstu tölur um gang mála í júní.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.