Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest smit af COVID-19 síðasta sólarhringinn en þeir voru báðir í sóttkví við greiningu. Eru því samtals 6 í einangrun og 76 í sóttkví í Vestmannaeyjum.
Verum áfram dugleg að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum til að vernda okkur sjálf og okkar viðkvæmasta fólk.
F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst