KFS komnir í 3. deild (myndband)

KFS tryggði sér í dag sæti í 3. deild með 0-1 sigri á Hamri á Grýluvelli í Hveragerði það var Hallgrímur Þórðarson sem skoraði sigurmarkið á 63. mínútu. Öflugt stuðningslið fylgdi KFS til lands og setti svip sinn á leikinn. Myndbönd frá fagnaðarlátunum má sjá hér að neðan.

Við fengum Hjalta Kristjánsson guðföður félagsins til að fara aðeins yfir söguna með okkur. KFS lék síðast í 3. Deild árið 2016 en þetta er í þriðja skiptið sem liðið fer upp um deild það gerðist síðast árið 2014 þá hafnaði KFS í 3. Sæti fjórðu deildar. Liðið fór samt sem áður upp eftir að annað lið hætti þátttöku en fell þá niður í þá fjórðu aftur eftir tveggja ára veru í deildinni 2016. Þar á undan gerðist það árið 2002 þegar liðið tryggði sér sæti með sigri á Fjölni á útivelli eftir vítaspyrnukeppni og framlengdan leik. En liðið lék einum leikmanni færri stóran hluta leiksins. Hjalti segir að árið eftir hafi félagið náð sínum besta árangri frá upphafi þegar liðið hafnaði í 8. sæti í C-deild 2003. Liðið var þá 28. besta lið Íslands, samsvarar 4. sæti í 2. deild í dag.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.