Ísfélagið bætir í flotann

Ísfélagið hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Hardhaus sem smíðað var í Noregi árið 2003. Skipið er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð.

Þess má til gamans geta að fyrra skip norsku útgerðarinnar með sama nafni var gert út af Ísfélaginu á árunum 2004-2014 undir nafninu Guðmundur VE.

Skipið verður afhent Ísfélaginu fljótlega á næsta ári.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.