Fá ekki upplýsingar um GSM notkun í tengslum við brunann í FES

Hæstiréttur taldi, að þessi krafa gengi lengra en rúmaðist innan heimilda laga um meðferð opinberra mála.

Héraðsdómur gerði Símanum og Og Fjarskipti skylt að afhenda sýslumanni lista yfir þau símanúmer, sem notuðu GSM-sendinn á Hánni í Vestmannaeyjum sem snýr í átt að Friðarhöfn frá kl. 12 laugardaginn 16. desember til kl. 22 þann sama dag. �?á var símafélögunum einnig gert að afhenda lista um úr og í hvaða símanúmer var hringt á umræddum tíma og lista yfir sendar og mótteknar SMS sendingar.

Krafa sýslumanns var lögð fram í tengslum við rannsókn á bruna, sem varð í fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja að kvöldi 16. desember. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu rannsóknarinnar þykir ljóst að um íkveikju hafi verið að ræða.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram, að lögreglan hafi lagt áherslu á að listarnir, sem krafan beinist að, hafi að geyma töluverðan fjölda símanúmera. �?tlunin sé að bera listana saman við önnur gögn lögreglunnar og geti þeir því skipt miklu máli við rannsóknina. Um sé að ræða upplýsingarnar, sem séu almenns eðlis og víðtækar og friðhelgi einkalífs sé ekki stefnt í hættu með afhendingu þeirra.

Símafélögin töldu hins vegar að skilyrði laga um meðferð opinberra mála væru ekki uppfyllt þar sem ekki væri fyrir hendi rökstuddur grunur um að tiltekinn sími eða fjarskiptatæki hafi verið notuð í tengslum við refsivert brot. �?á sé krafan of víðtæk með tilliti til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Síminn upplýsti, að farið hafi fram úttekt á umræddum GSM-sendi, sem taki yfir þriggja klukkustunda tímabil og hafi hún leitt í ljós 1638 GSM-færslur. Megi því ætla að úttekt sem taki til tíu klukkustunda geti varðað allt að 6000 færslur.

Hæstiréttur tekur í dómi sínum undir sjónarmið símafélaganna og segir, að við úrlausn málsins verði að leggja til grundvallar að heimildum til að beita rannsóknarúrræðum samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála séu settar þröngar skorður vegna friðhelgi einkalífs manna. Krafa sýslumanns gangi lengra en rúmist innan þessara heimilda og því sé henni hafnað.

www.mbl.is greindi frá.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.