Léttvægt fingraskripl!
13. september, 2021

Það er alþekkt, þegar fólk lendir í vandræðum með að verja umdeildar ákvarðanir, að gripið er til þess ráðs að gera aukaatriðin að aðalatriðum. Það er gert til að reyna að dreifa umræðunni og athyglinni frá kjarna málsins. Stundum kallað smjörklípuaðferðin. Það hefur aðeins örlað á því, eftir skrif mín um Vetraropnun á þjóðveginum til Eyja í boði stjórnar Herjólfs ohf og meirihluta bæjarstjórnar, að „Smjörklípan“ hafi verið reynd til þess að draga athyglina frá kjarna málsins. Skertri þjónustu með vetraropnun á þjóðveginum til Eyja.

9 eða 10 mánuðir breyta engu um alvarleika málsins
Það skal fúslega viðurkennt að eitthvað skripluðu fingur mínir á lyklaborðinu, með þeim afleiðingum að 9 mánuðir urðu að 10 í skrifum mínum í síðustu viku. Nokkuð augljós villa, sem flestir gátu áttað sig á án sérstakra reiknikúnsta. Villa sem hafði engin áhrif á kjarna málsins, þá staðreynd að þjóðvegurinn til Eyja er með sérstaka vetraropnun frá 1. september til loka maí. Eini fjölfarni þjóðvegurinn með slíka vetraropnun meginpart ársins, eða heila 9 mánuði. Það er mergur málsins og það sem umræðan á að snúast um.

Ritvillan mun léttvægari en ákvörðunarvillan
Það er mannlegt að gera mistök og sjálfsögð auðmýkt að viðurkenna þau og biðjast afsökunar á þeim, sem ég geri hér fúslega. Það hefur hins vegar engin áhrif á merg málsins, gagnrýnina og alvarleika þess að skerða þjónustuna. Ritvilla mín hefur engin áhrif á þjónustu við íbúa og atvinnurekendur í Eyjum eða aðra þá sem um þjóðveginn fara. Ákvörðun stjórnenda Herjólfs ohf., um að 1. september sé kominn vetur í Eyjum sem vari næstu 9. mánuði og því sé skollin á vetraropnun á þjóðveginum til Eyja, hefur hins vegar mikil áhrif á samfélagið og gefur vægast sagt slæm og verulega neikvæð skilaboð til almennings.

Yfirsást einhverjum ákvæðið um lágmarksferðatíðni í september?
Mér var bent á að til að réttlæta ferðafækkun hafi verið dregið fram í umræðunni, fylgiskjal úr samningi sem gerður var í upphafi við Vegagerðina þar sem kveðið er á um lágmaksferðatíðni af hálfu Vegagerðarinnar. Ekkert í þeim samningi kvað á um að ferðir mættu ekki vera fleiri og sundurliðun sú sem Vegagerðin setti fram um ferðir var byggð á gamldags hugsunarhætti þar á bæ um mismunandi áætlun eftir árstíðum, enda var þeim sem sátu umrædda samningafundi af hálfu Vegagerðar það ljóst að ætlun stjórnenda Herjólfs ohf. á þeim tíma var aldrei að bjóða upp á áætlun sem byggði á þessari lágmarkskröfu sem Vegagerðin setti fram. Til að undirstika það og taka af allan vafa þá er rétt að minna á að á fundi stjórnar Herjólfs 26. október 2018 var samþykkt siglingaáætlun sem tók gildi 30. mars 2019 þar sem kveðið var á um 7 ferðir á dag allan ársins hring.

Sú áætlun var í gildi og siglt eftir henni þar til þjóðveginum til Eyja, einum þjóðvega á landinu, var nánast lokað vegna Covid 19. Í framhaldi af því var síðan tekin ákvörðun af núverandi stjórnendum Herjólfs um vetraropnun á þjóðveginum til Eyja.

Það er líka rétt að vekja athygli á, að samkvæmt áðurnefndu fylgiskjali með samningum, var þó kveðið á um af hálfu Vegagerðarinnar að í september og maí skuli sigla amk. 7 ferðir á dag föstudaga og sunnudaga.  Ætli sá hluti fylgiskjalsins hafi farið fram hjá formanni bæjarráðs og öðrum þeim sem um málið hafa fjallað? Þá lágmarks ferðatíðni er amk. ekki að finna í þeirri áætlun sem nú er siglt eftir í september!

Hafa stjórnendur Herjólfs ohf auðmýktina sem til þarf?
Það er hollt fyrir alla að reyna að greina kjarnann frá hisminu og hafa athyglina á því sem skiptir máli, í þessu tilfelli ákvörðunin um vetraropnunina á þjóðveginum. Útúrsnúningar leysa það ekki á nokkurn hátt. Stjórnendur Herjólfs ohf, væntanlega í umboði meirihluta E og H lista í bæjarstjórn, skripluðu illa er þeir tóku ákvörðun um skerta opnun á þjóðveginum til Eyja. Ég ber þá von í brjósti að stjórnendur Herjólfs ohf hafi þá auðmýkt sem þarf til að viðurkenna mistök sín og endurskoða ákvörðunina um vetraropnun á þjóðveginum til Eyja og þá í framhaldinu að biðja Eyjamenn og aðra þá sem um þjóðveginn fara afsökunnar á þessum leiðu en alvarlegu mistökum.

Grímur Gíslason

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst