Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðuna innan félagslega íbúðakerfisins á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær. Í dag eru til leigu 56 íbúðir, 41 sem eru fyrir eldri borgara og 15 almennar félagslegar íbúðir. Til viðbótar koma á næstu vikum 7 þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk með sérhæfðar þarfir og 3 leiguíbúðir fyrir fatlað fólk. Almennum félagslegum íbúðum hefur fækka nokkuð á síðustu árum. Stórar íbúðir hafa verið seldar þar sem mun minni þörf er á slíkum íbúðum. Á sama tíma hefur orðið aukin eftirspurn eftir íbúðum fyrir einstaklinga og mikil þörf fyrir minni íbúðum. Til að mæta þessum vaxandi húsnæðisvanda tekjulítilla einstaklinga í bráðum félagslegum vanda leggur framkvæmdastjóri til að Vestmannaeyjabær leigi og framleigi húsnæðið að Vestmannabraut 58b til fjögurra ára.
“Mikilvægt er að tryggja að húsnæði sé til taks fyrir einstaklinga sem þess nauðsynlega þurfa. Ráðið samþykkir fyrir sitt leiti að Vestmannaeyjabær leigi og framleigi húsnæðið að Vestmannabraut 58b til fjögurra ára,” segir í niðurstöðu ráðsins um málið.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.