Eldur fiskimjölsverksmiðju VSV

Eldur kviknaði í morgun í og við einn af kötlum Fiskimjölsverksmiðju VSV þegar olía sprautaðist þar yfir vegna bilunar í búnaði. Starfsmenn brugðust skjótt við, skrúfuðu fyrir olíuna og náðu að slökkva með dufttækjum á vettvangi. Svartan reyk lagði frá verksmiðjunni og sót barst um stund með vindi yfir hluta bæjarins.

„Þarna fór blessunarlega betur en á horfðist í fyrstu, þökk sé skjótum viðbrögðum starfsmanna og slökkvitækjum verksmiðjunnar. Við náðum tökum á þessu fljótlega og tjón er fljótt á litið ekki umtalsvert, aðallega þarf að þrífa svæðið af sóti,“ segir Unnar Hólm Ólafsson verksmiðjustjóri.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.