Landakirkja heldur úti barna- og æskulýðsstarfi fyrir krakka á öllum aldri. Sérstakir krakkaklúbbar fyrir krakka í 1.-7. bekk eru á miðvikudögum í kirkjunni. Þar mæta krakkarnir í safnaðarheimilið og þegar allir eru mættir fara allir upp í kirkju í helgistund, með söng og sögu. Að henni lokinni er haldið í safnaðarheimilið í allskonar leiki og fjör.
Nú á vorönninni þegar að margir hafa þurft að taka sér pásu frá samfélaginu vegna covid hefur hin góða þátttaka sem var í starfinu dregist saman. Við vonum að þátttakan nái aftur fyrri hæðum áður en langt um líður og hvetjum alla krakka til að koma og vera með okkur á miðvikudögum.
Tímasetningar
14:40 TTT (5.-7.bekkur)
15:30 1T2 (1.-2.bekkur)
16:30 3T4 (3.-4. bekkur)
Hér má finna dagskrá vetrarins
https://www.landakirkja.is/born-og-unglingar/sta/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst