Eyjablikksmótið hafið

Eyjablikksmótið er haldið dagana 25.-27.mars í Vestmannaeyjum. Þetta er 4.mót af 5 í Íslandsmóti hjá 5.flokki karla og kvenna yngri.

Leikirnar fara fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst mótið kl.15:20 í dag föstudag. Leikið er í öllum sölum allar 3 dagana en mótinu lýkur kl.14:00 á sunnudag.

Alls eru 42 lið skráð til keppni og leikið í 5 deildum hjá hvoru kyni. Keppendur eru tæplega 400 og með þeim töluvert af fylgdarliði.

Á laugardagskvöld verður kvöldskemmtun þar sem aðal-atriði kvöldsins verður leikur landsliðs og pressuliðs, sem er fyrirbæri sem Eyjamenn og aðrir sem fylgst hafa með Eyjamótunum þekkja vel. Jafnframt verður leikur þar sem þjálfarar og fararstjórar etja kappi og svo endar kvöldið á diskó fyrir krakkana.

Búast má við miklu fjöri og skemmtilegum handbolta og við bjóðum fólk velkomið í Íþróttamiðstöðina að fylgjast með framtíðarstjörnum landsins!

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.