Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsfólki 17 ára og eldra til sumarstarfa á vegum bæjarins fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl nk.
Bókavörður I – Bókasafn
Flokkstjóri í vinnuskóla – Umhverfisverkefni
Forstöðumaður á gæsluvelli – Gæsluvöllur
Hafnarvörður I – Vestmannaeyjahöfn
Leikskólakennari/leiðbeinandi – Kirkjugerði
Leikskólakennari/leiðbeinandi – Víkin 5 ára deild GRV
Safnvörður I – Byggðasafn/Landlyst
Safnvörður I – Eldheimar
Starfsmaður við dagvist aldraðra – Hraunbúðir
Starfsmaður á gæsluvelli – Gæsluvöllur
Starfsmaður á leikjanámskeiði – Sumarfjör
Starfsmaður í stuðningsþjónustu – Málefni aldraðra og fatlaðra
Sumarstarfsmaður – Umhverfisstörf
Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk II – Þjónustuíbúðir fyrir fatlað fólk
Sundlaugarvörður/starfsmaður í Íþróttamiðstöð – Íþróttamiðstöð
Verkamaður II – Umhverfisverkefni
Verkamaður III (með flokkstjórn) – Umhverfisverkefni
Verkstjóri í áhaldahúsi/yfirmaður sumarstarfa – Umhverfisverkefni
Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni til að sækja um laus störf.
Almennar upplýsingar veita Sveinbjörg Ósk Hauksdóttir og Þórhildur Örlygsdóttir hjá Vestmannaeyjabæ í síma 488 2000 eða í tölvupósti: sumarstorf@vestmannaeyjar.is
Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar. Einstaklingar sem ekki hafa rafræn skilríki geta fengið leiðbeiningar í þjónustuveri í síma 488 2000.
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl nk.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst