Í greinargerð Ragnheiðar Hergeirsdóttur bæjarstjóra segir að í málefnasamningi meirihlutans komi fram að ætlunarverkið sé að treysta fjölskylduvænt velferðarsamfélag í Árborg og sjá til þess að íbúar njóti jafnræðis og góðrar þjónustu. �?Lögð er áhersla á örugga og ábyrga fjármálastjórnun, áætlanagerð og forgangsröðun verkefna. Leiðarljósin verði félagslegt réttlæti, skilvirk stjórnsýsla og samráð við íbúana,�? sagði Ragnheiður.
Hún gerði fjölgun í sveitarfélaginu að umtalsefni. �?að kallaði á stórtækar framkvæmdir á sviði skólamála og gatna- og holræsagerðar en einnig þurfi að huga að viðhaldi og endurbótum á því sem fyrir. �?Sveitarfélagið Árborg með rúmlega 7000 íbúa stendur nú í gríðarlegri uppbyggingu á flestum sviðum. Uppbyggingin er að stærstum hluta byggð á lánsfé til þess að hraðinn sé í einhverju samræmi við þarfirnar á þessum mikla vaxtartíma sem verið hefur og búast má við á næstu árum. Uppbygging nýrra íbúða- og iðnaðarhverfa skilar fljótt beinum tekjum á móti kostnaði inn í sveitarsjóð. Uppbygging skólahúsnæðis, íþróttamannvirkja og fráveitu gerir það ekki á sama hátt.
Ávinningurinn er engu að síður ótvíræður og sýnir sig í betri og eftirsóknarverði búsetuskilyrðum, sem með tímanum ættu að skila sér m.a. í bættri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins,�? sagði Ragnheiður.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að samanlagðar tekjur A og B hluta verði 3.654,440 m.kr. á árinu 2007 sem er 11,6% hækkun frá fyrra ári. Hlutur skattatekna af heildartekjum er 71,8%. Skatttekjur hækkuðu um 12,6% frá árinu 2006.
Heildarniðurstaða samstæðunnar er 75,6 m.kr. og handbært fé frá rekstri 375,5 m.kr. Heildarlaunakostnaður er áætlaður 1.884,0 millj.kr. sem er 51,6 % af heildartekjum eða um 72 % af skatttekjum. Annar kostnaður 1.232,2 millj.kr., afskriftir 240,7 millj.kr. og fjármagnskostnaður nettó 221,8 millj.kr.
Í samanburði við endurskoðaða áætlun fyrir árið 2006 munu rekstarútgjöld án launa aukast um 1,4%, áætluð hækkun launakostnaðar er 14,3 % milli ára en heildartekjur hækka sem fyrr segir um 11,6%. Sveitarfélagið er stór vinnuveitandi um 550 starfsmenn í rúmlega 400 stöðugildum og heildarlaunagreiðslur sem fyrr segir áætlaðar að fjárhæð 1.884,0 m.kr..
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst