Agnes biskup - Efla þarf sjálfsmynd og sjálfstraust kirkjunnar þjóna
18. júní, 2022

Agnes Sigurðardóttir, biskupinn yfir Íslandi vísiteraði Ofanleitissókn í Vestmannaeyjum helgina 21. og 22. maí sl. Fundaði með prestum og sóknarnefnd, predikaði í Landakirkju í sunnudagsmessu og heimsótti íbúa á Hraunbúðum.  Einnig kynnti Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima henni og fylgdarliði hennar safnið.  Kári Bjarnason forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja kynnti þeim Biblíusafnið sem er eitt af þremur heildarsöfnum hérlendis á öllum útgáfum Biblíunnar á íslensku og sögu Mormóna sem tengist Vestmannaeyjum.   Agnes var ánægð með heimsóknina, veður gott og hlýjar móttökur. „Ég finn og heyri hvað fólk hlakkar til að fara af stað í kirkjustarfinu af fullum krafti í haust. Það eru margar hugmyndir á lofti og vandamálið að það eru bara 24 tímar í sólarhringnum. Það er svo margt sem fólk vill gera og ætlar að gera. Allt til þess að biðja, boða og þjóna,“ sagði Agnes sem talaði um sig sem stelpuna að vestan í predikun sinni.

 

Agnes ólst upp á Ísafirði,  útskrifaðist sem guðfræðingur 1981 og var sama ár vígð sem æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar.  Síðan var húnsóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Borgarfirði í 8 ár og í Bolungarvík í 18 ár. „Þar var ég prófastur síðustu þrettán árin, fyrir alla Vestfirði og svo lenti ég í 101 Reykjavík, árið 2012 og þá sem biskup, fyrsta konan.“

Agnes svarar því bæði játandi og neitandi þegar hún er spurð hvort hún  hafi fundið fyrir því að vera kona á biskupsstól. „Fyrsta mánuðinn hugsaði ég; – ég vildi vera sköllóttur karlmaður, þyrfti ekki að hafa mig til á morgnana sem mér fannst ég þurfa sem kona.  Stundum hugsar maður; – skildi vera talað svona til mín ef ég væri karlamaður. Ekkert sem hægt er að sanna en annars finn ég ekkert fyrir því  enda búin að vera í þessum karlaheimi frá því ég var í guðfræðideildinni,“ segir Agnes sem var þriðja konan á Íslandi sem var vígð til prests. Núna er hlutfallið, fjórar konur af hverju tíu prestum.  „Menningin í samfélaginu er að breytast og ekki síst eftir að metoohreyfingin fór af stað. Annar hugsunarháttur.“

Þjóðkirkja sjálfstæð í dag

„Þjóðkirkjan verður til með stjórnarskránni 1874 og síðan hafa menn velt fyrir sér aðskilnaði ríkis og kirkju,“ segir Agnes og rekur þær breytingar sem orðið hafa síðan. „Prestar voru lengst af á launum hjá ríkinu sem var hluti af samkomulagi um að kirkjujarðir sem í áföngum urðu eign ríkisins. Um leið hefur sjálfstæði Þjóðkirkjunnar aukist, hún greiðir laun prestar sem eru ekki lengur embættismenn heldur starfsmenn á plani,“ segir Agnes og heldur áfram.

„Kirkjan sér í dag um öll sín innri mál og eina tengingin við ríkið er í gegnum stjórnarskrána. Atriði sem meirihluti íslensku þjóðarinnar vildi hafa inni samkvæmt skoðanakönnuninni 2012 um nýja stjórnarskrá. Maður getur ekki fullyrt hvernig staðan er í dag en þá vildi meirihlutinn að ríkið verndaði og styrkti Íslensku Þjóðkirkjuna. Ég hef heyrt fyrrum ráðherra   segja, – Ég vil hafa sterka Þjóðkirkju til að varna því að inn komi öfgatrúarhópar. Með þessu er ríkið að segja að við viljum hafa kristna trú sem leiðandi í hugsunarhætti, lögum og gildum til að varða okkur leiðina.“

Agnes segir að hlutfallslega séu færri í Þjóðkirkjunni núna en áður sem m.a. má rekja til fleiri erlendra íbúa. „Ennþá eru þó um 80 prósent íslensku þjóðarinnar skráð í kristin trúfélög þannig að kristni og kristin trúarhugsun hlýtur að móta  það samfélag sem við erum í og viljum hafa.“

Trúarfélag ekki stofnun

Oft á tíðum finnst mér kirkjan og það sem hún stendur fyrir njóti ekki sannmælis hjá þjóðinni. Sé meira í vörn á meðan aðrir koma sér og sínu á framfæri. „Í dag er kirkjan félagsskapur, trúfélag en ekki stofnun sem breytir til framtíðar ásýnd hennar og hvernig hún kemur fram. Kirkjan er byggð upp landfræðilega á sóknum og félagslega á söfnuðum. Í  Vestmannaeyjum er Ofanleitissókn og söfnuðurinn er fólkið. Í því er rödd kirkjunnar um allt land. Prestar starfa við það að boða og við erum biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja.“

Agnes segir stöðu Þjóðkirkjunnar betri en margur heldur. „Kannanir sýna að kirkjan okkar er allt önnur kirkja heldur en sú sem birtist í fjölmiðlum. Það er kirkjan sem fólkið elskar, það sjáum við í Vestmannaeyjum. Fólkið segir prestana  góða, kirkjukórinn  góður og öflugir sjálfboðaliðar í sóknarnefnd sem meðal annars mála kirkjuna. Gera allt sem þarf að gera og fá ekki krónu fyrir í peningum. Þetta er kirkjan í samfélaginu. Svo er það hin kirkjan, stofnanakirkja og hún er búin að vera í tómri tjöru og basli út af hinum og þessum málum. Þetta er eins og með ísjakann, lítill hluti sem sést. Mest um vandræðin sem koma upp hjá okkur en það er fullt af öðrum málum sem við leysum sjálf og enginn veit af.  Þess vegna heldur fólk að kirkjan sé ekki nógu öflug.“

Skiptir máli hver er á póstinum

Þú nefndir starfið hér í Vestmannaeyjum og við höfum verið einstaklega heppin með presta sem allir hafa reynst samfélaginu vel í þess orðs víðustu merkingu. Daglega eru í fjölmiðlum kallaðir til sérfræðingar og fólk sem örugglega margt er að vinna þarft og gott starf en aldrei er leitað upplýsinga um hlut kirkjunnarfólks þegar stærri atburðir verða. Þarf ekki meiri kraft í að koma ykkur á framfæri?

„Þetta er mjög falið,“ segir Agnes. „Kraftur kirkjunnar undanfarin ár hefur farið í skipulagsbreytingar  og það er kirkjuþing sem setur reglurnar. Jafnvægi þarf að nást en eins og annars staðar skiptir máli hver er á póstinum. Reglurnar eru til.“

Agnes segir kirkjuna vera að feta sig inn á brautir samfélagsmiðla og vefsíðan kirkjan.is  hefur lengi verið til staðar. „Þar eru fréttir og innri vefur fyrir þá sem koma að starfinu. Málið er að alltof fáir fara inn á síðuna okkar. Vita ekki einu sinni af henni. Við erum líka með hlaðvarp, reyndar nokkur sem við þurfum að koma betur á framfæri. Biskupsstofa er þjónustustofnun fyrir sóknirnar og við þurfum að sjá til þess að koma því á framfæri sem fólk úti í söfnuðinum er að gera.“

Brotin kirkja

Agnes segir mikið hafi verið barið á kirkjunni undanfarin ár. Sjálfstraust vanti og sjálfsmyndin brotin þó kristin trú sé ein helsta stoðin í okkar samfélagi.  „Þetta er að gerast í kirkjunni. Prestar fá víða ekki að koma inn í skóla sem þótti sjálfsagt áður. Margir þeirra verða óöruggir, finna sig eins og holdsveika. Hvar mega þau koma og hvar ekki? Hvar eru þau velkomin og hvar ekki? Þess vegna er svo mikilvægt að efla sjálfsmyndina og sjálfstraust þeirra sem vinna úti á akrinum. Við erum að flytja frábært erindi, eitt það besta sem heyrst hefur á jarðarkringlunni. Þess vegna erum við að feta okkur inn á þann veg að vera ekki feimin. Enda ekki ástæða til því það er sama hvað hver segir, kristin trú er og verður okkur svo óendanlega mikilvæg.“

Kristnifræðikennsla er ekki skyldufag í grunnskólum og heyrir til kennslu í lífsleikni. „Kjaftafögin gömlu, eins og þau voru kölluð, kristnifræði, mannkynssaga, Íslandssaga og landafræði eru þar öll undir einum hatti. Það er undir stjórnendum komið hvað kristnifræðikennslan er mikil en við getum líka gert meira,“ segir Agnes og nefnir skemmtilega hefð í Stykkishólmi þar sem börnin sýna helgileik í kirkjunni fyrir jólin.

„Þau nota búninga sem nunnurnar útbjuggu á meðan þær voru í Stykkishólmi. Það er svo fallegt að sjá þetta. T.d. er kjóll Maríu fermingarkjóll einnar nunnunnar. Það er mikil saga á bak við búninga og bæjarbúum, sem þekkja þessa sögu finnst þetta svo sjálfsagt og eðlilegt. Hefð sem berst frá einni kynslóð til annarrar.“

Agnes segir dæmin fleiri.  „Á annarri hæð í turninum í Hallgrímskirkju er lítil baðstofa þar sem saga Steinunnar Jóhannesdóttur, rithöfundar og leikkonu um Hallgrím Pétursson sem ungan dreng er sögð. Það eru alltaf fleiri sem vilja koma og heyra um jólin hans Hallgríms án þess að fara inn í kirkjuskipið. Þetta eru leiðir til að nálgast börn og ungmenni því ekki er eftirspurn eftir því að bekkirnir komi inní kirkjuna.  .“

Agnes segir ýmsar ástæður fyrir því að sunnudagaskólinn á erfitt uppdráttar.  „Það má m.a. rekja til þess að konur vinna meira úti og laugardagar fara í að koma börnunum á þróttaæfingar og námskeið. Þá eru allir orðnir svo þreyttir og einhvern tímann þarf fólk að hvíla sig. Pestar hafa reynt að breyta tímanum en það hefur gengið svona og svona.“

Kirkjan þarf að vera sýnilegri

Kirkjan og unga fólkið? „Eftir fermingarfræðsluna í áttunda bekk er engin kristnifræðikennsla og svona hefur þetta alltaf verið. Í menntaskóla er engin trúarbragðakennsla nema í undantekningartilfellum þar sem prestar hafa verið með námskeið um sorg og sorgarviðbrögð. Annars er ekkert í skólakerfinu sem t.d. undirbýr fólk fyrir nám í guðfræðideildinni. Þar eins og svo víða er kirkjan ekki svo sýnileg þó þörfin fyrir þjónustu hennar sé svo sannarlega fyrir hendi.“

Tilhneiging til að tala niður störf presta og kunnáttu þeirra til að takast á við erfiða reynslu og áföll með fólki er til staðar. Agnes segir þetta ekki réttmætt. Nám presta sé á háskólastigi og samskipti við fólk sem verður fyrir áföllum og upplifir sorg sé hluti af þeirra daglega starfi. Þetta verði líka til þess að fólk leitar fyrir sér í trúarhópum utan kirkjunnar.

„Stundum leitar það langt yfir skammt því við erum ekki nógu sýnileg. Höldum ekki námskeið og látum borga fyrir. Við erum ekki að auglýsa og veitum svo mikið sem kostar ekki peninga. Skoðun okkar í kirkjunni er að við séum líkami, sál og andi. Allir þurfa andlega iðkun og tengingu, sálarlega og félagslega, að koma saman og sinna því líkamlega. Það er stundum gert grín að því þegar við bjóðum í kaffi í kirkjunni en málið er að við sinnum þessu öllu. Gerum meira en að biðja alla daga. Með framgöngu okkar eigum við ganga fram eins og kristnir einstaklingar, gera fólki gott og elska Guð og náungann eins og okkur sjálf. Og gefa fólki von.“

 

Mynd: Agnes biskup framan við altari Landakirkju með prestunum Viðari Stefánssyni og Guðmundi Erni Jónssyni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.