Mikið líf var í Herjólfsdal í gærkvöldi þegar hópur af sjálfboðaliðum var þar samankominn við að undirbúa fyrir Þjóðhátíð. Myndirnar tala sínu máli.
Dagskráin fer að verða fullmótuð, samkvæmt vefsíðunni dalurinn.is, en þau sem koma fram eru meðal annarra: Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Hreimur, Herbert Guðmundsson og Aldamótatónleikarnir. Auk þeirra er búið að bóka Birgittu Haukdal, Herra Hnetusmjör og Guðrúnu Árnýju sem mun koma fram á sinni fyrstu Þjóðhátíð.
Magnús Kjartan verður svo með brekkusönginn, en hann sá líka um hann í fyrra, en þá var þeim sjónvarpað þar sem enginn mátti vera í Dalnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst