Slysið varð með þeim hætti að þegar bifreið, sem ók á undan sjúkrabílnum, ók út í kant mat ökumaður sjúkrabílsins að ökumaður fólksbílsins væri að hleypa sér fram úr, en þá tók hinn ökumaðurinn vinstri beygju með þeim afleiðingum að sjúkrabifreiðin rakst beint á framenda fólksbílsins. Að sögn lögreglu er mikil mildi að enginn skyldi hafa slasast í árekstrinum sem var mjög harður.
Lögreglumennirnir í �?orlákshöfn fluttu manninn sem særðist í líkamsárásinni í framhaldinu til móts við aðra sjúkrabifreið sem flutti manninn undir læknis hendur á Selfossi. Maðurinn fékk m.a. höfuðhögg en lögreglan telur manninn þó ekki vera alvarlega slasaðan.
www.mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst