ÍBV mætir Víkingum á útivelli klukkan 14.00 í dag í tuttugustu umferð Bestu deildar karla. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Víkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig og eiga leik til góða á liðin í öðru, fjórða og fimmta sæti sem öll eiga möguleika á Evrópusæti.
ÍBV er í níunda sæti með 18 stig og þriggja stiga forskot á FH sem komst í úrslit Mjólkurbikarsins í síðustu viku. Lögðu Breiðablik sem trónir á toppi deildarinnar með 45 stig. Með sigri á Víkingum eru Eyjamenn komnir í þægilega stöðu fyrir úrslitakeppnina. En Víkingar eru erfiðir heim að sækja með skemmtilegasta lið deildarinnar.
ÍBV á tvo leiki eftir daginn í dag, Fram á heimavelli og Breiðablik á útivelli í síðustu umerðinni.
Myndina tók Sigfús Gunnar á leik ÍBV og Stjörnunnar á Hásteinsvelli síðasta sunnudag. Þar höfðu Eyjamenn betur sem er gott veganesti í leikinn í dag.
L | Mörk | Stig | |
Breiðablik | 19 | 50:21 | 45 |
KA | 19 | 40:23 | 36 |
Víkingur R. | 18 | 42:28 | 35 |
Valur | 19 | 38:29 | 32 |
Stjarnan | 19 | 37:36 | 28 |
KR | 19 | 28:27 | 26 |
Fram | 19 | 36:39 | 23 |
Keflavík | 19 | 29:33 | 22 |
ÍBV | 19 | 29:37 | 18 |
FH | 19 | 20:32 | 15 |
ÍA | 19 | 18:41 | 14 |
Leiknir R. | 18 | 18:39 | 13 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst