Nýtt blað Eyjafrétta komið út

Nýjasta blað Eyjafrétta er að koma út, stútfullt af spennandi efni að venju. Meðal annars eru kynntar hugmyndir ÍBV-íþróttafélags um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Væntanlegt laxeldi skoðað niður í kjölinn.

Makrílvertíðin gerð upp og sagt frá góðum krafti í síldinni. Nýjum Þór er fagnað og sagt frá blómlegu starfi Tónlistarskólans. Pysjuvertíðin veldur vonbrigðum, lokaúttekt. Ljósmyndari Justin Biebers hrífst af Vestmannaeyjum og svo æfðu konurnar hans Arnars Péturs í kvennalandsliðinu í handbolta í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Og ekki má gleyma Ofsalegum október.

Bent er á áskrift að blaðinu og vefútgáfu og einnig er það til sölu á Kletti, Tvistinum og Krónunni.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.