Tryggvi Hjalta - Staða drengja versnar stöðugt

Tryggvi Hjaltason, baráttumaður fyrir bættri stöðu drengja á Íslandi skrifar eftirfarandi pistil á Fésbókarsíðu sína:

„Dómsmálaráðherrann okkar var að lýsa yfir stríði á hendur skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Merki er uppi um vaxandi fjölda alvarlegra líkamsmeiðinga og afbrota hjá ungu fólki, sérstaklega ungum karlmönnum. Þetta er erfið samfélagsleg áskorun.

Ég hef verið hugsi undanfarin ár. Er óeðlilegt í landi þar sem við leyfum ár eftir ár vel mældum og alvarlegum vandra ungra drengja að raungerast inn í kerfum sem þeir eru neyddir til að ganga í gegnum í a.m.k. áratug að á endanum komi kynslóð ungra karlmanna sem upplifir sig utan samfélagsins?

Lögum þetta saman

Ef ég ætti að spá fyrir um framtíðina byggt á öllum þeim gögnum sem ég hef skoðað undanfarin ár um stöðu drengja þá myndi ég því miður spá því að við eigum eftir að sjá í vaxandi mæli talsverðan óstöðugleika hjá ungum karlmönnum á Íslandi.

Myndin sýnir bara brotabrot af vel mældum áskorunum drengjana okkar sem fylgja þeim þegar þeir vaxa upp inn í Íslenskt samfélag. Því miður er myndin að versna með hverju árinu.

Gögnin sem fyrrgreindar fullyrðingar byggja á koma frá Unicef, WHO, Menntamálaráðuneytinu, Tryggingastofnun, Landlækni, OECD og samnorrænum könnunum.

Tökum betur utan um drengina okkar!

Lögum þetta saman.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.