Nýr sjóðari og forsjóðari tryggja og auka afköst

„Við erum að taka inn nýjan sjóðara, 160 m2 sem kemur frá Norska fyrirtækinu Fjell. Hér er fyrst og fremst verið að horfa í rekstaröryggi, að geta haldið uppi afköstum og vonumst einnig eftir auknum afköstum. Er stærð sjóðara í verksmiðjunni þá orðin umtalsverð og með frekari fjárfestinu eiga þeir að ráða við aukna afkastagetu,“ segir Unnar Hólm Ólafsson, verksmiðjustjóri í mjöl- og lýsisvinnslu Vinnslustöðvarinnar um nýjan sjóðara sem þeir eru að taka inn.

„Í þessum sama fasa var fyrir tveim vikum tekinn inn forsjóðari sem smíðaður var hjá Héðni á Íslandi. Með honum er hugmyndin að nýta umframorku í formi varma enn betur og þar af leiðandi minnka orkuþörf þegar verksmiðjan er í framleiðslu.“

Unnar segir að verkefnið hafi byrjað í febrúar með pöntun á sjóðaranum. „Að lokinni kolmunavertíð í maí hófumst við handa að rífa út gömlu sjóðarana sem voru orðnir vel slitnir. Smíðaðar voru tvær brautir, 24 metra inn í verksmiðjuna til að koma þeim nýju á sinn stað. Líka var steypt ný plata og tveir veggir. Mikil þyngd er í svona búnaði eða um 35 tonn og þurfti að styrkja svæðið. Vonir standa til að nýr búnaður verði klár til notkunar í lok þessa árs þannig að þegar loðnan fer að nálgast Eyjar verðum við klárir,“ sagði Unnar að endingu.

Sjóðarinn tekinn í hús. Er engin smásmíði.  Myndir Addi í London.

 

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.