„Við kláruðum heimasíldina um miðjan þennan mánuð. Hún veiddist vestur af Reykjanesi á sömu slóðum og undanfarin ár. Heimaey VE og Sigurður VE sáu um veiðarnar þetta haustið,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins.
Heimaey var með 3400 tonn og Sigurður 3500 tonn í heildina. „Þetta blandaðist að hluta við norsk-íslensku síldina í september sem veiddist fyrir austan land. Allt saman fór í frystingu hjá okkur,“ sagði Eyþór.
„Við veiddum um 6000 tonn og erum búnir að ná í okkar skammt. Huginn kom með síðasta túrinn í vikunni en aflinn skiptist á milli Hugins, Ísleifs og Gullbergs sem öll fóru tvo túra hvert,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Síldin var fryst og hluti fór í bræðslu.
Þar með er uppsjávarveiðum Eyjaskipa lokið þetta árið. Það hófst á öflugri loðnuvertíð, skipin náðu kvóta í kolmunna, makrílveiðar hefðu mátt ganga betur en veiðar á norsk-íslensku síldinni gengu frábærlega. Nú bíða menn eftir loðnuvertíðinni. Fyrsta úthlutun veldur vonbrigðum en vonandi verður hún meiri.
Huginn VE kemur með siðasta farminn af heimasíldinni þetta árið.
Mynd Addi í London.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.