Nýr samningur er mikil afturför frá fyrri samningi
22. janúar, 2020

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru samningsaðilar Vestmannaeyjabæjar og hafa umboð til að berjast fyrir hönd sveitafélagsins um bættan þjónustusamning við ríkið en Hraunbúir fellur undir þennan samning.

Jón Pétursson

“Yfirlýsing samningsnefndar SFV segir allt um stöðu mála í samskiptum við ríkið og lýsa vel stöðu reksturs Hraunbúða. Það er með ólíkindum hvernig framkoma ríkisins er í þessu hvort sem menn benda á heilbrigðisráðuneytið, fjármálaráðuneytið eða Sjúkratryggingar Íslands. Ríkið ber ábyrgð á þessum rekstri, setur upp kröfulýsingu um hvernig hún á að fara fram en ætlast til að aðrir greiði fyrir þjónustuna,” sagði Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs hjá Vestmannaeyjabæ.

Yfirlýsing frá samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna gerðar þjónustusamninga milli Sjúkratrygginga Íslands og ríflega fjörutíu hjúkrunarheimila landsins.

Í lok árs 2019 var gengið frá þjónustusamningum milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og ríflega fjörutíu hjúkrunarheimila landsins sem gilda til ársloka 2021. Sú samningagerð byggði á viðræðum milli SÍ annars vegar og sameiginlegrar samninganefndar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (Samband ísl. sv.) hins vegar. Sú ákvörðun að gera þessa samninga var samninganefnd  SFV og Sambands ísl. sv. erfið og var í raun umdeild innan hjúkrunarheimilanna af ýmsum ástæðum.

Meginástæðan er að sá samningur sem hjúkrunarheimilin hafa nú gert er mikil afturför frá fyrri samningi sem gilti árin 2016 til 2018. Í þessum nýja samningi er ekki gert ráð fyrir að bætt verði við fjármunum til að mæta aukinni þjónustuþörf þeirra einstaklinga sem munu þurfa að nýta sér þjónustu í hjúkrunar – og dvalarrýmum á samningstímanum. Í því felst að ef íbúar eins hjúkrunarheimilis þurfa aukna þjónustu vegna heilsufarsástæðna, þá mun fjármagn vegna þjónustu við íbúana ekki verða aukið í réttu hlutfalli við þörfina. Greiðslur vegna þjónustu við íbúa sem hafa sömu þjónustuþörf og áður, munu lækka. Þetta gallaða kerfi var notað af hálfu ríkisins við útdeilingu fjármuna áður en gerður var þjónustusamningur við hjúkrunarheimilin árið 2016. Nýr samningur felur í sér afturhvarf til þess kerfis og gengur gegn því sjónarmiði að greiðslur fylgi þjónustuþegum og í samræmi við þeirra þörf.

Samninganefnd SFV og Sambands ísl. sv. er engan veginn sátt við þessa niðurstöðu. Meginástæða þess að sú ákvörðun var tekin að skrifa undir samning nú var sú afstaða ríkisins að um 216 milljónir króna af fjárveitingu sem ákvörðuð var með fjárlögum fyrir árið 2019 til reksturs hjúkrunarheimila, yrði ekki greidd nema gerður yrði samningur. Þá væri óljóst með einingarverðshækkanir og aðrar greiðslur á árinu 2020, ef ekki yrði samið og SÍ myndu setja heimilunum gjaldskrá. Samningsstaða hjúkrunarheimila var því engin. Aðstöðumunur samningsaðila við samningsborðið er mikill og aflsmunar beitt. SFV hafa, ásamt öðrum þjónustuveitendum í heilbrigðisþjónustu, gagnrýnt mjög þessa útfærslu ríkisins við fjármögnun heilbrigðisþjónustu. Margir og alvarlegir vankantar eru á því ferli, eins og fram kemur í skýrslu KPMG frá nóvember 2019.

Þá vilja samninganefnd SFV og Sambands ísl. sv. ítreka að styrkja þarf rekstrargrunn hjúkrunarheimila. Það hefur ekki verið gert þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Þvert á móti er í nýjum samningi hjúkrunarheimilanna fjárveiting til heimila vegna aukinnar hjúkrunarþyngdar takmörkuð umfram það sem áður gilti og skerðingar auknar frá því sem áður var til hjúkrunarheimila sem eru með óbreytta hjúkrunarþyngd. Þriðja árið í röð lækka greiðslur (að raunvirði) til þeirra hjúkrunarheimila sem eru með íbúa með óbreyttri hjúkrunarþyngd. Á meðan aðrar heilbrigðisstofnanir hafa fengið aukið rekstrarfé undanfarin ár í fjárlögum er rekstrarfé hjúkrunarheimila skorið niður.

Hjúkrunarheimilin eru hluti af heilbrigðiskerfinu og staða þeirra og starfsemi hefur áhrif á kerfið í heild sinni. Hvergi í heilbrigðisstefnu stjórnvalda eða í samningum SÍ hefur verið ákvarðað nákvæmlega umfang þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veita á inni á hjúkrunarheimilum. Hvergi er tekið fram um hversu langt heimilin eiga að ganga í því að sinna flókinni hjúkrun og læknisþjónustu. Hjúkrunarþyngd íbúa heimilanna hefur aukist umtalsvert undanfarin ár eins og rannsóknir sýna og hafa heimilin gengið langt umfram skyldu í viðleitni við að sinna sínum íbúum innan veggja heimilanna. Fagmönnun á hjúkrunarheimilum er mun minni en viðmið Embættis landlæknis kveða á um eins og hjúkrunarheimilin hafa bent þingmönnum og stjórnvöldum á í áraraðir. Með hliðsjón af minnkandi fjárveitingu og fagmönnun er ljóst að á næstu misserum munu sum heimilanna neyðast til að senda íbúa í auknum mæli á spítala, enda mörg heimili ekki lengur í stakk búinn til að sinna veikustu íbúum með öruggum hætti.

Þrátt fyrir undirritun ofangreindra þjónustusamninga munu SFV og Samband ísl. sveitarfélaga því halda áfram að beita sér fyrir því að íbúar í hjúkrunar – og dvalarrýmum geti fengið þá þjónustu sem þeir hafa þörf fyrir og hjúkrunarheimili fái það fjármagn sem þarf til að veita þeim þá þjónustu líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við Pétur Magnússon, stjórnarformann SFV (s: 841-1600) eða Eybjörgu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra SFV (s: 898-9225).

 

Samninganefnd SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga skipa:

F.h. SFV: Björn Bjarki Þorsteinsson, varaformaður SFV, Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SFV, Pétur Magnússon, formaður SFV, og Sigurður Rúnar Sigurjónsson, stjórnarmaður SFV.

F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga: Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag – og upplýsingasviði

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst