Erlingur ráðinn yfirþjálfari ÍBV
17. maí, 2012
Erlingur Richardsson, annar þjálfara Íslandsmeistara HK í handbolta er á förum til ÍBV þar sem hann hefur verið ráðinn yfirþjálfari handknattleiksdeildar og annar aðalþjálfara karlaliðs ÍBV. Erlingur sem skrifaði undir 2 ára samning þess efnis á lokahófi handknattleiksdeildar ÍBV í gærkvöldi verður einnig þjálfari karlaliðs ÍBV við hlið Arnars Péturssonar. Erlingur verður forstöðumaður íþróttaakademíu ÍBV en hún er í samstarfi við grunn- og framhaldsskóla Vestmannaeyja. Þá verður hann jafnframt yfirþjálfari allra yngri flokka ÍBV og yfirmaður allrar styrktarþjálfunar hjá félaginu, í handbolta og fótbolta.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst