Á að styðja við samgöngur íbúa í dreifðari samfélögum

Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. á föstudaginn var samþykkt siglingaáætlun og gjaldskrá fyrir félagið sem tekur gildi þann 30. mars 2019, þegar félagið tekur yfir rekstur ferjunnar á siglingaleiðinni milli lands og Eyja.

Samkvæmt nýrri gjaldskrá er helmingi ódýrara fyrir heimamenn að sigla milli land og Eyja. Lúðvík Bergvinsson stjórnarformaður Herjólfs ohf. sagði í samtali við Eyjafréttir að gjaldskráin hefði verið byggð frá upphafi í samningaviðræðum þeirra við Vegagerðina og ríkið að Vestmannaeyjabær/Herjólfur ohf. myndi byggja gjaldskrá skipsins upp á þeirri meginreglu ESB um að heimilt sé að styðja við samgöngur íbúa í dreifðari samfélögum með þeim hætti sem hann birtist í gjaldskránni. „Reglan tekur eðli málsins samkvæmt til eyjasamfélaga þar sem íbúar eiga samgöngur að miklu leyti undir ferjusiglingum. Með reglu ESB  er verið að reyna að jafna aðstöðu íbúa hinna dreifðari byggða og eyjasamfélaga gagnvart öðrum landsmönnum vegna samgangna, einsog frekast er kostur,“ sagði Lúðvík.

Það verður aldrei fullt jafnvægi þarna á milli en reglan er tilraun til að jafna aðstöðuna. „Allt frá upphafi hafa rekstraráætlanir félagsins byggst á því að þessi nálgun yrði viðhöfð varðandi uppbyggingu gjaldskrárinnar, og hún þannig kynnt viðsemjendum okkar einsog áður segir. Heimildin er því byggð á reglum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu einsog áður segir og er ætlað að jafna lífsgæði íbúa, þegar kemur að samgöngum, ef þannig má að orði komast,“ sagði Lúðvík og bætti við að í samræmi við efni samnings bæjarins við ríkið þarf Vegagerðin að samþykkja gjaldskrána.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.