Líkt og greint var frá í byrjun vikunnar hér á Eyjafréttum var sett af stað undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við og á Eldfelli. Til stendur að reisa þar göngustíg og minnisvarða til minningar um að 50 ár voru liðin frá eldsumbrotum á Heimaey í fyrra.
„Mótmæli gegn fyrirhugaðri röskun á Eldfelli vegna listaverks. Við undirrituð mótmælum fyrirhugaðri röskun á ásýnd, og tilheyrandi kostnaði við gerð listaverks á Eldfelli.”
segir í yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar. Nú þegar hafa 316 einstaklingar skrifað undir en fram kemur á síðunni að undirskriftasöfnunin standi til 15. janúar 2025.
Í skipulagsáætlun segir m.a. að listaverkið samanstandi af tveimur, að því er virðist, sjálfstæðum hlutum: litlu skjóli, eða skála, og göngustíg sem liggur upp og niður hlíðar Eldfell. Útsýnis punktur staðsettur í miðju skálans býður upp á ákveðið sjónarhorn til að skoða verkið í heild sinni. Frá þessum útsýnis punkti mætast hringlaga göngustígur fjallsins og þak skálans og mynda fullkominn hring um Eldfellsgíginn. Þessi sjónrænu áhrif nást með myndleysi (anamorphosis), gömlu sjónarhornsbragð þar sem ílangt form virðist öðruvísi þegar það er skoðað frá ákveðnu sjónarhorni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst