Breyting hefur verið gerð á áætlun Herjólfs og því breytist seinni ferðin á leið 52 frá og með 1. mars. Frá þessu var greint á vef strætó.
Virkir dagar:
Í stað þess að aka frá Mjódd kl. 17:38 þá verður ekið kl. 17:45. Áætluð koma í Landeyjahöfn er kl. 20:03.
Í stað þess að aka frá Landeyjahöfn og í Mjódd kl. 19:55 þá verður ekið kl. 20:40.
Laugadagar og sunnudagar
Í stað þess að aka frá Mjódd kl. 15:05 þá verður ekið kl. 15:15. Áætluð koma í Landeyjahöfn er kl. 17:38.
Í stað þess að aka frá Landeyjahöfn og í Mjódd kl. 17:26 þá verður ekið kl. 18:00.
Ef Landeyjahöfn er lokuð, þá ekur leið 52 ekki lengra en til og frá Hvolsvelli. Ef Herjólfur siglir frá Þorlákshöfn þá mun aukavagn merktur Herjólfi aka á milli Mjóddar og Þorlákshafnar skv. eftirfarandi áætlun:
Brottför frá Mjódd | 09:00 |
Brottför frá Mjódd | 17:30 |
Aukavagninn ekur frá Þorlákshöfn og í Mjódd þegar allir farþegar Herjólfs eru komnir frá borði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst