Spáð er hækkandi öldu seinni partinn á sunnudag 04.10.15 og fyrri part mánudags 05.10.15 því eru farþegar beðnir um að fylgjast með tilkynningum á vefsíðum okkar.
Stefnt er að því að sigla fulla áætlun til Landeyjahafnar en í ljósi ölduspár gæti þurft að fella niður og/eða færa ferð/ferðir til �?orlákshafnar. Ef gera þarf breytingu á áætlun í fyrramálið þá verður send út tilkynning.
Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi RUV.
Minnum farþega á að þeir sem eiga bókað í ferðir frá Vestmannaeyjum kl.08:30 og 18:30 og frá Landeyjahöfn kl. 12:30 og 19:45 færast sjálfkrafa í ferðir í �?orlákshöfn ef Herjólfur siglir þangað.