1. Vinnslustöðin hefur ekki sagt upp neinum starfsmanni sínum vegna sjómannaverkfallsins. �?etta skal tekið skýrt fram í tilefni af viðtali Frétta við Sigurjón �?orkelsson, starfsmann í bræðslu VSV, 9. febrúar 2017. Fyrirtækið tilkynnti hins vegar um vinnustöðvun fyrir jól vegna hráefnisskorts og starfsfólk fór þá ótímabundið af launaskrá. �?etta tók til bræðslunnar líka.
2. Slík ráðstöfun hefur að sjálfsögðu stoð í lögum og mörg dæmi eru um að sjávarútvegsfyrirtæki hafi nýtt sér lagaheimildina þegar hráefni skortir til skemmri eða lengri tíma í vinnslu. �?að er hins vegar rétt að VSV hefur ekki nýtt sér lagaheimildina fyrr hvað starfsmenn í bræðslu varðar.
3. Stjórnendur VSV mátu stöðuna svo við upphaf verkfalls að það yrði langdregið. �?ví miður gekk það eftir en okkur óraði ekki fyrir að vinnustöðvunin stæði svo lengi sem raun ber vitni.
4. �??Mannlegi þátturinn�?? í stjórnsýslu VSV birtist fyrst og fremst í því að meirihluti eigenda félagsins lagði allt undir til að halda fyrirtækinu í Vestmannaeyjum og taka á sig þá samfélagslegu ábyrgð og skyldur sem því fylgir að byggja upp félagið og vernda störfin og vinnustaðinn. Eftir erfið ár um síðustu aldamót voru þáverandi eigendur uppgefnir á að eiga og reka sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum. �?að er ekkert launungarmál að þá og síðar horfðu önnur fyrirtæki til þess að eignast meirihluta í félaginu og yfirtaka rekstur þess með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir starfsfólk sem og Eyjamenn alla.
5. Núverandi meirihlutaeigendur VSV gátu ekki gert það sem þeir gerðu nema skuldsetja sig verulega og allur arður til þeirra hefur farið til greiðslu vaxta og afborgana og mun svo verða í talsverðan tíma enn. Að fyrirtækið sé vel rekið og skili arði er í raun forsenda þess að það lifi og dafni og veiti fjölda fólks atvinnu. Um þessa sýn okkar, sem berum ábyrgð á rekstri VSV, ættu vonandi flestir Eyjamenn að geta sameinast.